Minni umferð um Múlagöng um helgina en á Fiskidaginn mikla

Umferðin um nýliðna helgi um Múlagöngin var minni en hún var um göngin á Fiskidaginn mikla á Dalvík í ágúst. Umferð á Fiskidaginn mikla mældist 1770 bílar en á sunnudaginn 10. október sl. mældist umferðin 1438 bílar. Mesta umferð á klukkutíma var sú sama báðar helgar.   

Miðað við umferðateljara í nágrenni Héðinsfjarðarganga má reikna út að um 8600 manns hafi gert sér sérstaka ferð í október til að skoða göngin. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um þá miklu umferð sem átti að hafa farið um Múlagöng á sunnudaginn var, eða 10. október sl. hefur Vegagerðin tekið saman klukkustundadreifingu yfir sólarhringinn 10. október sl. og til viðmiðunar hvernig umferðin dreifðist yfir sólarhringinn á Fiskidaginn mikla á Dalvík, þegar umferðin mældist hvað mest yfir sólarhringinn. Toppklukkustundin sú sama á báðum þessum dögum eða 185 (bílar/klst), nema 10. október verður hún milli 16:00 - 17:00 en á Fiskidaginn mikla verður toppklukkustundin milli kl. 17:00 - 18:00. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Nýjast