Minna sorp en í fyrra

Sorpúrgangur af Akureyrarsvæðinu það sem af er árinu 2010 hefur minnkað nokkuð miðað við  árið á undan.  Þetta kemur fram á vefsíðu Flokkunar.
Heildarmagn úrgangs, sem borist hefur á urðunarstað Flokkunar og til jarðgerðarstöðvar Moltu, fyrstu 6 mánuði ársins, er 8.850 tonn. Í urðun hafa farið 4.480 tonn, til jarðgerðar 3.600 tonn. Annar úrgangur svo sem múrbrot/gler/sandur er 770 tonn. Hlutfall urðunar er því rétt um 50% en það hlutfall var svipað árið 2009. 
Mikil breyting  til batnaðar hefur orðið á hvað varðar það sorp sem fer til urðunar. Þannig fór tæplega 80% af sorpi til urðunar árið 2007.
Magnspá Flokkunar gerir ráð fyrir að alls verði urðuð 9,250 tonn á Glerárdal árið 2010.

Nýjast