Mikil svifryksmengun á Akureyri

Mikill svifryksmengun hefur verið á Akureyri í dag og er ástæðan líklega sandfok af hálendinu. Svifriksstyrkur síðasta klukkutímann er um 200 en heilsuverndarviðmiðin eru 50 míkrógrömm í rúmmetra á sólarhring. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands sýna gervitunglamyndir fok norður úr Dyngjujökli og því ólíklegt að um öskufok sé að ræða enda vindátt óhagstæð.  

Heilbrigt fólk ætti þó ekki að hafa áhyggjur en samkvæmt almennum upplýsingum hjá Umhverfisstofnun ætti fólk með astma og öndunarfærasjúkdóma helst að forðast áreynslu utandyra. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nýjast