Mikil ásókn í námskeið í Verkmenntaskólanum

Nú á dögunum luku 17 nemendur vélgæslunámskeiði við Verkmenntaskólann á Akureyri.  Að  námskeiðinu loknu öðlast þátttakendur vélstjórnarréttinda á skipum sem eru 12 metrar að skráningarlengd og styttri með vélarafl minna en 750 kW. Markmiðið er að veita fólki  haldgóða þekkingu og færni til að annast vélstjórn á smábátum við allar raunhæfar aðstæður.  

Menn úr ýmsum greinum atvinnulífsins hafa sótt þessi námskeið og hafa þau mælst vel fyrir og aukið möguleika þeirra á ýmsum sviðum. Að loknu 7 eininga fagtengdu viðbótarnámi öðlast nemendur  rétt til að vera yfirvélstjórar á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metra að lengd og styttri að loknum tilgreindum siglingatíma. Boðið er upp á aframhaldandi nám við VMA sem gefur fólki slík réttindi. Að sögn Ingimars Árnasonar, brautarstjóra vélstjórnardeildar VMA, er fyrirhugað námskeið á nýju ári og eru hafnar skráningar á það. Með aukinni sókn minni báta hefur eftirspurn eftir þessum námskeiðum stóraukist.  Einnig hefur áhugi aukist fyrir siglingum og sporti sem tengist aukinni bátaeign almennings á síðustu árum.

Nýjast