Grand Princess er síðasta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu á Akureyri þetta sumarið. Alls komu 57 skemmtiferðaskip til Akureyrar í sumar, álíka mörg og í fyrrrasumar, en þau sem nú komu voru að jafnaði stærri og því með fleiri farþega. Um borð í þessum skipum voru um 55 þúsund farþegar og í áhöfn þeirra um 25 þúsund manns. Ráðgert er að svipaður fjöldi skemmtiferðaskipa komi til Akureyrar á næsta sumri.