Metþátttaka í gamlárshlaupi og göngu UFA á Akureyri

Metþátttaka var í gamlárshlaupi og göngu UFA sem fram fór á Akureyri í dag, gamlársdag. Alls voru þátttakendur 98 að tölu en hlaupið var frá líkamsrætkarstöðinni Bjargi um Síðuhverfi, Giljahverfi, Lundarhverfi, umhverfis VMA og sem leið liggur til baka sömu leið.  

Tólf þátttakendur gengu 10 km, 19 hlupu 4 km og 67 hlupu 10 km sem er metþátttaka. Veður var gott, stillt og nánast frostlaust. Sigurvegarar í 10 og 4 km hlaupi voru þessir:

Í karlaflokki 10 km:

Björn Margeirsson          34.51

Bjartmar Örnuson           34:58

Andri Steindórsson

Í kvennaflokki 10 km:

Rannveig Oddsdóttir       42:00

Sigríður Einarsdóttir        43:16   

Björk Sigurðardóttir        46:15

Í karlaflokki 4 km:

Bjarki Gíslason              17:09

Einar Máni Friðriksson    17:59

Tryggvi Unnsteinsson     19:26

Í kvennaflokki 4 km:

Tinna Sif Sigurðardóttir      18:20

Halldóra S. Halldórsdóttir   19:26   

Arna Björg Jónasardóttir     19:27

Nýjast