Matti bjargaði eldri manni korteri fyrir sýningu

Matthías Matthíasson, betur þekktur sem Matti úr Pöpunum, var á Moldhaugnahálsi rétt fyrir kvöldmat í gær og því rétt ókominn til Akureyrar til að leika í Rocky Horror sýningu Leikfélags Akureyrar þegar hann keyrði fram á bíl eldri manns sem vó salt á vegbrúninni og var við það að velta niður bratta hlíðina. Matti var snar í snúningum og hentist út úr bíl sínum, reif upp hurð bílstjórans og sá þar eldri mann sitja í öngum sínum.  

Hann hélt í bílinn með annarri hendi og studdi manninn út með hinni. Manninum var verulega brugðið en bar sig þó vel þrátt fyrir hrakfarirnar. Matti hélt síðan áfram sinni för þar sem 500 manns komu á sýningu kvöldsins í Hofi, en uppselt hefur verið á Rocky Horror frá upphafi.

Nýjast