Vefsíðan
www.fótbolti.net hefur valið Mateju Zver leikmann Þór/KA sem besta leikmann 14. umferð Landsbankadeildar
kvenna. Mateja hefur vakið verðskuldaða athygli eftir að hún kom til liðs við Þór/KA og í síðustu umferð átti hún
stórleik með liði sínu gegn Fjölni þar sem hún skoraði 3 mörk.
Mateja hefur leikið 5 leiki með liðinu og skorað í þeim samtals 5 mörk sem er glæsilegur árangur. Er þetta í annað sinn
í sumar sem leikmaður Þór/KA hlýtur þessa viðurkenningu, þar sem Rakel Hönnudóttir hlaut þessa viðurkenningu fyrr í
sumar.
Við viljum benda á frétt og viðtal við Mateju á heimasíðu fotbolta.net sjá
hér.