Mateja Zver besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi- deildarinnar

Í morgun var tilkynnt um val á bestu leikmönnum fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en það eru þjálfarar deildarinnar og RÚV sem standa að kjörinu. Mateja Zver, leikmaður Þórs/KA, var kjörinn besti leikmaðurinn en Mateja hefur farið á kostum með norðanliðinu í sumar. Dagný Brynjarsdóttir úr Val var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Freyr Alexandersson þjálfari Vals var valinn besti þjálfarinn.

Lið fyrri umferðar:

Markvörður
Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Varnarmenn
Alicia Wilson, KR
Lidia Stjokanovic, Fylki
Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val
Pála Marie Einarsdóttir, Val

Miðjumenn
Dóra María Lárusdóttir, Val
Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni

Sóknarmenn
Mateja Zver, Þór/KA
Katie McCoy, Stjörnunni

Frá þessu var greint á Vísir.is 

Nýjast