Margir sauðfjárbændur bíða og sjá hvað aðrir bjóða

Sláturfjárloforð eru að berast þessa dagana til Norðlenska en sláturtíð hefst af fullum krafti á næstu vikum.  Þegar er búið að full manna  sláturhús félagsins á Húsavík, en enn er verið að leita eftir starfsfólk í sláturhús þess á Höfn í Hornafirði.  Ekki vantar þó marga til að starfa þar.  

Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska segir að ekki sé á þessari stund alveg ljóst með sláturfjárloforðin nú í haust. "Það er alveg ljóst að margir bændur bíða eftir að aðrir sláturleyfishafar birti sínar verðskrár, en Norðlenska er eina félagið, auk Fjallalambs á Kópaskeri sem enn hefur birt verðská," segir Sigmundur. 

Hann segir einnig blasa við að bændur hefðu þurft meiri hækkun á dilkakjöt en félagið bjóði, "en við ákváðum okkar verðská á þann hátt að ekki er hægt að bjóða markaðnum upp á meiri hækkun en 12 til 14%.  Það liggur alveg fyrir að Norðlenska þarf að taka á sig hluta þeirrar hækkunnar sem við erum að bjóða bændum.  Okkar mat var að ef um meiri hækkanir hefði verið að ræða kæmi það niður á sölu lambakjöts og það myndi verða bæði bændum og afurðastöðvum dýrt."

Nýjast