“Það er búið að vera mjög mikið að gera og alveg sérstaklega skemmtilegt,” segir Gréta Björnsdóttir veitingamaður á Bláu könnunni þegar Vikudagur náði tal af henni síðdegis. Umtalsverður mannfjöldi var í miðbænum og naut þess að þrátt fyrir vota veðurspá hefur hann að mestu hangið þurr í dag. Pollamót Þórs hófst í dag en N1 mótið hefur staðið yfir síðan á miðvikudag.
"Já það fer ekki framhjá neinum að það er gríðarlegur fjöldi fólks í bænum,” sagði varðstjóri hjá lögreglunni í samtali við Vikudag nú áðan. Talsvert margir hafa verið að koma til bæjarins í dag en einnig hefur orðið vart við mikla umferð úr bænum, einkum suður á bóginn samkvæmt upplýsingum lögreglu. Einn minniháttar árekstur varð um tvöleitið í dag á gatnamótum Helga magrastrætis og Bjarkarstígs og var aökumaður annars bílsins fluttur á spítala. Að öðru leyti hefur allt gengið vel og helst vartað við lögreglu undan því hvernig fók leggu bílum sínum, einkum í grennd við KA svæðið.