Málum vegna skulda í skólum fjölgað um 50 á milli ára

Dan Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Eggert Þór Óskarsson forstöðumaður fjárreiðudeildar mættu á síðasta fund skólanefndar og gerðu grein fyrir fyrirkomulagi innheimtumála og fóru yfir stöðuna á innheimtum sem heyra undir skóladeild. Fram kom að málum hjá Intrum vegna skulda í skólum hefur fjölgað um 50 á milli ára og heildarskuldir úr rúmum 14 milljónum króna í rúmar 19 milljónir króna.

Nýjast