Málþing á Akureyri um æskuna á óvissutímum

Æskulýðsvettvangurinn, samráðsvettvangur KFUM/K, Skátahreyfingarinnar og UMFÍ í samstarfi við Æskulýðsráð efna til málþings í Rósenborg á Akureyri fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13 til 16.30.  

Á þinginu, sem ber yfirskriftina ÆSKAN Á ÓVISSUTÍMUM verður fjallað um áhrif óvissuástandsins í samfélaginu á börn og ungmenni og hvað er til ráða fyrir þá aðila er vinna með æskunni í frístundum þeirra. Farið er yfir stöðuna eins og hún lítur út í dag og síðan er farið yfir þætti er skipta máli fyrir leiðtoga í frístundastarfi barna og ungmenna og hvernig bregðast má við. Án efa kemur efnið sér einnig vel fyrir starfsfólk skóla sem jafnframt eru að upplifa það sama og leiðtogarnir. 

Dagskrá

 

Kl. 13:00     Setning: Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.

                    Ávarp: Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar

                    Söngur: Matti Matt, söngvari úr Pöpunum.

Kl. 13:30     Ísland í efnahagslegu fárviðri: Guðrún Yrsa Richter, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands.

Kl. 14:00     Raunveruleiki heimilanna: Karólína Gunnarsdóttir, verkefnastjóri félagsþjónustunnar á Akureyri.

                    Kaffi

Kl. 15:00     Barnið í kreppunni: Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Kl. 15:30     Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar

Kl. 16:00     Hvernig spegla ég ástandið?:  Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi

Fundarstjóri: Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrar

Nýjast