Magni lagði Draupni að velli í nágrannaslag á Grenivíkurvelli í gærkvöld, í D- riðli 3. deildar karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Lars Óli Jessen kom Magna yfir á 14. múnútu leiksins og Draupnir skoraði svo sjálfsmark snemma í seinni hálfleik.
Magni situr í þriðja sæti riðilsins með 16 stig eftir níu leiki en Draupnir hefur sjö stig í næstneðsta sæti, en hefur leikið einum leik minna.