Magni með mikilvægan sigur gegn Leikni F.

Magni vann mikilvægan 4:1 sigur á Leikni F. er liðin mættust á Grenivíkurvelli á Íslandsmótinu í 3. deild karla í knattspyrnu sl. laugardag. Magni og Leiknir eiga í harðri baráttu um annað sætið í riðilinum sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Magni hefur 22 stig í öðru sæti, tveimur stigum meira en Leiknir en Leiknir á leik til góða. Dalvík/Reynir hefur þegar tryggt sig áfram.

Mörk Magna í leikum gegn Leikni skoruðu þeir Daniel Badu, Miroslav Miljkovic, Ibra Jagne og Kristján Sindri Gunnarsson. Mark Leiknis skoraði Svanur Freyr Árnason.

Í neðri hluta riðilsins sigraði Einherji Draupni 6:2 á Vopnafjarðarvelli þann sama dag.

Nýjast