Magni lagði Hugin að velli

Magni lagði Huginn að velli, 3:2, er liðin mættust á Seyðisfjarðarvelli í gær á Íslandsmótinu í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. Davíð Jón Stefánsson og Hreggviður Karlsson komu Magna í 2:0 í fyrri hálfleik. Friðjón Gunnlaugsson minnkaði muninn fyrir Hugann snemma í seinni hálfleik en Lars Óli Jessen kom Magna í 3:1 þegar tæpur hálftími var eftir að leiknum. Huginn náði að minnka muninn í eitt mark átta mínútum fyrir leikslok en lengra komust þeir ekki og Magni fagnaði mikilvægum sigri.

Magni er kominn í þriðja sæti riðilsins með 10 stig eftir sjö umferðir en Huginn hefur níu stig í fjórða sæti.

Nýjast