Magni enn án stiga

Magni frá Grenivík mátti sætta sig við enn eitt tapið í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu á þriðjudagskvöldið þegar liðið fékk Gróttu í heimsókn. Leikurinn fór vel af stað fyrir Magna og komust þeir tveimur mörkum yfir í leiknum með mörkum frá Ingvari Má Gíslasyni og fyrstu stigin virtust loks ætla að koma í hús.

Eftir það tóku gestirnir hins vegar við sér og skoruðu þrjú mörk og lokatölur á Grenivíkurvellinum 3-2 sigur Gróttu. Magni er því enn án stiga eftir fimm umferðir og situr á botni deildarinnar.

Nýjast