Magni frá Grenivík komst í gær í aðra umferð VISA-bikars karla eftir sigur á Völsungi frá Húsavík en bæði
þessi lið leika í 2. deild. Leikurinn fór fram á Húsavíkurvelli og endaði 1-3 fyrir Magna.
Mörk Magna skoruðu þeir Ásgeir Örn Jóhannsson, Jón Pétur Indriðason og Símon Símonarson. Mark heimamanna skoraði Bjarki
Baldvinsson.