Mætum besta leikmanni 1. deildarinnar

Þór og Skallagrímur eigast við í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19:15 á Íslandsmótinu í 1. deild karla í körfubolta. Þór hefur átta stig á toppi deildarinnar ásamt Þór Þorlákshöfn, en Skallagrímur kemur skammt á undan með sex stig í fjórða sæti.

„Þetta er fínasta lið sem við erum að fara mæta og þeir hafa besta leikmann 1. deildarinnar í sínum röðum, Darrell Flake, og það er algjört lykilatriði fyrir okkur að stoppa hann,” segir Bjarki Ármann Oddsson fyrirliði Þórs um leikinn í kvöld.

Nýjast