Um hálf fjögur leytið í nótt tilkynnti stúlka um tvítugt um nauðgun á tjaldstæðinu við Þingvallastræti á
Akureyri. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er karlmaður í haldi vegna málsins en ekki er búið að leggja fram kæru í
málinu. Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni en töluverður fjöldi gesta er kominn í bæinn vegna Bíladaga og var mikið um
ölvun og hraðakstra.
Einnig var útskrift hjá Menntaskólanum á Akureyri í gær og því margir samankomnir í miðbænum. Veðurspáin
fyrir helgina er í góð og því má reikna með að fleiri gestir fari að streyma til bæjarins í dag og á morgun.