Lýstar kröfur í þrotabú Arnarfells ríflega 3,7 milljarðar króna

Lýstar kröfur í þrotabú verktakafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri nema ríflega 3,7 milljörðum króna.  Þar af eru veðkröfur tæplega 360 milljónir króna og forgangskröfur um 59 milljónir króna. Stærstu kröfuhafar eru Lýsing með kröfur upp á um 1,6 milljarð, Norðurverk með kröfu upp á 555 milljónir króna, Landsvirkjun lýsir kröfum upp á 397 milljónir króna og Landsbankinn er með kröfu í búið upp á 355 milljónir króna. Árni Pálsson skiptastjóri segir að enn sé ekki að fullu ljóst hversu miklar eignir tilheyri búinu en mál ættu að skýrast eftir skiptafund sem haldinn verður 13. júní nk.  Alls var lýst 200 kröfur í búið.

Nýjast