Skútan Hetarios sem legið hefur við festar við Torfunefsbryggju undanfarna viku eða svo mun nú næst halda til Blönduóss. Hún kom hingað frá Bermúdaeyjum á dögunum en hvar sem þetta glæsilega fley fer vekur hún verðskuldaða athygli. Skútan er gljáfægð og stífbónuð í hólf og gólf og lítur út fyrir að vera nýsmíðuð, en hún er þó orðin 18 ára. Þetta er lúxusskúta vellauðugs einstaklings sem ekki er gefið upp hver er né hverrar þjóðar hann er. Skipverjar borsa einfaldlega í kampinn og segjast ekki mega gefa það upp þegar þeir eru spurðir. Gunnar Jónsson á Ísafirði sem eru umboðsmaður skútunnar hér á landi segist ekki heldur vita nafn eigandans, en til hans sé einfaldlega vísað sem “the boss” eða “the owner”. En ástæðan fyrir því að skútan er hér og fer til Blönduóss er sú að hún bíður eftir eiganda sínum sem mun væntanlegur með flugi til að fara að veiða í Blöndu. Frá Blönduósi er förinni svo heitið norður í höf, til Jan Mayen og Grænlands áður en hún heldur svo suður á bóginn á ný. Myndir af skútunni á siglingu og að innan má svo sjá hér