08. október, 2010 - 08:33
Bílaklúbbur Akureyrar heldur á laugardaginn kemur lokaumferð Íslandsmótsins í
sandspyrnu og ráðast því úrslit allra flokka þá. Ríflega 60 keppendur eru skráðir til leiks og hefst keppnin kl. 14:00 á
söndunum við Hrafnagil. Tímatökur hefjast kl. 13:00 og eru þær eru einnig opnar fyrir áhorfendur.