Lögreglan óskar eftir sjálfboða- liðum við æfingu neyðaráætlunar

Lögreglan á Akureyri óskar eftir 13-15 sjálfboðaliðum við æfingu neyðaráætlunar fyrir Akureyrarflugvöll en æfingin fer fram fimmtudaginn 9. september næstkomandi. Sjálfboðaliðarnir þurfa að mæta í afgreiðsluna í flugstöðinni kl. 12:00 þar sem þeim verður gerð nánari grein fyrir hlutverki sínu í æfingunni.  

Æfingin stendur til kl. 15:00. Sjálfboðaliðarnir munu leika farþega í flugvél og þurfa að hafa með sér eina ferðatösku með einhverju dóti í og þeir sem vilja mega hafa einhverja smátösku líka sem handfarangur. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hringja á lögreglustöðina í síma 464- 7700 og láta skrá sig.

Nýjast