Lögreglan auglýsir eftir vitnum að árekstri

Lögreglan á Akureyri auglýsir eftir vitnum að árekstri er varð um klukkan 10:45 laugardagsmorguninn 4. október s.l. á Eyjafjarðarbraut eystri.  

Þar rákust á rauð Kia Sportage jeppabifreið og græn Subaru Impreza fólksbifreið skammt frá bænum Grýtu. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7700.

Nýjast