Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir í tengslum við málið og viðurkenndi annar mannanna að eiga efnin og einnig að hafa selt fíkniefni á Akureyri fyrr í þessum mánuði. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri nafnlausum ábendingum um fíkniefnamál.