Ljótu hálfvitarnir á Græna hattinum í kvöld

Það verða Ljótu hálfvitarnir sem hefja tónleikaárið 2009 á Græna Hattinum á Akurteyri. Tónleikar eru í kvöld, föstudaginn 2. janúar og hefjast kl. 21.30. Þeir félagar ætla að flytja nýtt efni af væntanlegri skífu, auk þess sem þeir blanda gömlu hitturunum inn á milli.  

Eins og flestir vita þá eru Ljótu hálfvitarnir ein af okkar allra skemmtilegurstu hljómsveitum og tónleikar þeirra frábær skemmtun. Húsið opnar kl. 20.30.

Nýjast