Eðvarð tók síðar við rekstrinum og hélt honum óslitið fram undir 1980. Í safninu eru myndir sem Eðvarð tók á ferðum sínum við gerð kvikmyndanna á Hreindýralóð og Geysisslysið, auk þess sem hann var á ferð með myndavél sína á Akureyri og í næsta nágrenni alla tíð.
Hörður Geirsson safnvörður á Minjasafninu á Akureyri sagði að það væri mikill fengur fyrir safnið að fá þetta stóra og mikla ljósmyndasafn til varðveislu. "Ekki síst vegna þess að Eðvarð myndaði tímabil í sögu Akureyrar, sem var lítið myndað af öðrum ljósmyndurum, m.a. stríðsárin og áratuginn þar á eftir."