Aleksandar Linta og Víkingur Pálmason framlengdu samning sinn við knattspyrnulið Þórs í dag. Linta gerði eins árs samning en Víkingur þriggja ára samning.
Óvissa var með hvort Linta myndi vera áfram í herbúðum Þórs, en hann hefur ákveðið leika með liðinu þriðja sumarið í röð en norðanmenn leika sem kunnugt er í úrvalsdeildinni á næsta ári.