Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar staðfesti á síðasta fundi sínum, tillögu verkefnisliðs um að fara í verðfyrirspurn
meðal hönnuða á Akureyri um hönnun hjúkrunarheimilis í Naustahverfi. Lögð er áhersla á að flýta framkvæmdum í
ljósi atvinnuástands.
Á fundinum var farið yfir stöðu mála og næstu skref. Jón Erlendsson greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði bókað:
"Ég tel ótvírætt að svo stór samningur sem þessi eigi skv. Innkaupareglum Akureyrarbæjar að fara í opið útboð."