Lögreglan á Akureyri boðaði út björgunarsveitir um kl 15. í gær vegna konu sem saknað var við Hrafnagil. Konan sem er á
fimmtugsaldri hafði farið í göngutúr snemma í gærmorgun og ekkert hafði til hennar spurst eftir það. Hjálparsveitin Dalbjörg og
Súlur björgunarsveit hófu leit á líklegum svæðum næst Hrafnagili. Klukkan 16:30 fundu björgunarsveitarmenn á mótorhjólum
konuna í fjalllendi ofan Hrafnagils voru þá yfir 30 björgunarsveitarmenn í leit. Konan fann til slappleika og svima og hafði sofnað, henni var
fylgt niður og þar hlúðu björgunarsveitarmenn að henni.