Leikið í Pepsi- deild kvenna í kvöld

Fjórir leikir fara fram í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Þórsvelli mætast Þór/KA og Fylkir kl. 19:00. Liðin eru bæði í harðri baráttu um annað sæti deildarinnar en fátt virðist koma í veg fyrir að Valur verji Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA situr í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum meira en Fylkir sem situr í fjórða sæti.

 

Aðrir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og þau lið sem mætast eru:

Stjarnan-Valur

KR-Haukar

FH-Grindavík

Nýjast