Það verður nóg í boði fyrir knattspyrnuáhugamenn á Akureyri í kvöld þar sem bæði verður leikið á Þórsvelli og Akureyrarvelli í meistaraflokki. Þór/KA fær Grindavík í heimsókn á Þórsvöll í Pepsi- deild kvenna og KA tekur á móti ÍA í 1. deild karla. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:00. Þá sækir Þór Fjarðabyggð heim á Eskifjarðarvöll í 1. deild karla og hefst sá leikur kl. 20:00.
Þór og Þór/KA eru bæði í toppbaráttunni í sínum deildum og þurfa á þremur stigum að halda í kvöld í þeirri baráttu. Hins vegar eru KA- menn í bullandi fallbaráttu og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.