Leikfélag Akureyrar og Hof með sameiginlega miðasölu í menningarhúsinu

Leikfélag Akureyrar og Menningarhúsið Hof hafa ákveðið að reka sameiginlega miðasölu og verður hún staðsett í Hofi. Í þessu felst mikil hagræðing fyrir þessar menningarstofnanir og þægilegra verður fyrir íbúa Akureyrar og nágrennis og alla þá sem sækja svæðið heim, að geta keypt miða á menningarviðburði þessara aðila á einum og sama staðnum, miðsvæðis á Akureyri.  

Sameining miðasölu MH og LA er byrjunin, en stefnt er að því að bjóða fleiri aðilum í menningu og listum að taka þátt. Sameiginleg miðasala í Hofi er opin alla virka daga kl. 13:00-19:00 og síminn er: 450 1000. Um helgar er opið á sama tíma þegar viðburðir eru í húsinu.

Hægt verður að kaupa miða á vefnum á http://www.menningarhus.is/ og http://www.leikfelag.is/. Netföng miðasölu eru midasala@leikfelag.is og midasala@menningarhus.is

Nýjast