Leikfélag Akureyrar er fyrst atvinnuleikhúsa á Íslandi til að sýna verkið og er þegar orðið uppselt á 20 sýningar. Leikritið Músagildran státar af einhverri mögnuðustu leikfléttu sakamálasagnanna. Mögnuð spenna frá upphafi og óvænt endalok. Það hefur verið á fjölunum í Lúndunum sleitulaust í 56 ár og eru sýningar orðnar vel yfir 23.000.
Gísli Rúnar Jónsson hefur íslenskað verkið og staðfært. Leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Anna Svava Knútsdóttir, Einar Örn Einarsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sindri Birgisson, Viktor Már Bjarnaason og Þráinn Karlsson.