Laus pláss á leikskólum en biðlisti hjá dagforeldrum

Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi kynnti stöðuna á umsóknarlista í leikskóla Akureyrarbæjar á síðasta fundi skólanefndar. Fram kom að nú eru 10-12 pláss laus fyrir börn sem eru fædd 2003-2005 og er reiknað með því að búið verði að fylla í plássin upp úr áramótum.  

Á sama fundi fór Guðrún Sigríður Kristinsdóttir daggæsluráðgjafi yfir stöðu mála hjá dagforeldrum. Fram kom að 19 börn eru á biðlista, þar af 9 sem þurfa vistun sem fyrst en 10 sem þurfa vistun eftir áramót. Líklegt er að hægt verði að tæma biðlistann þegar nýir dagforeldrar hefja starf í byrjun nóvember og upp úr áramótum. Nú eru starfandi 39 dagforeldrar og hjá þeim eru 174 börn í vistun.

Nýjast