Laszlo Szilagyi, hinn ungverski miðjumaður Magna, hefur verið valinn leikmaður 17. umferðar í 2. deild karla í knattspyrnu af vefsíðunni www.fotbolti.net. Laszlo, 31 árs, lék í heimalandi sínu áður en hann gekk til liðs við Magna í vor.
Í sumar hefur hann leikið sextán leiki með Magna í annarri deildinni og skorað í þeim fimm mörk.
www.fotbolti.net