Landslið Íslands í krullu í karlaflokki, skipað leikmönnum úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, heldur utan nú í vikunni til þátttöku í C-flokki Evrópumótsins sem fram fer í Skotlandi 24.-28. september. Liðsmennirnir eru Haraldur Ingólfsson (fyrirliði), Jens Kristinn Gíslason, Sveinn H. Steingrímsson og Sævar Örn Sveinbjörnsson.
Leikjadagskrá íslenska liðsins er sem hér segir (staðartímar):
Föstudagur 24.09
Kl. 21.00 - Ísland - Lúxemborg
Laugardagur 25.09
Kl. 12.00 - Ísland - Slóvakía
Kl. 19.00 - Ísland - Tyrkland
Sunnudagur 26.09
Kl. 10.00 - Ísland - Serbía
Kl. 15.00 - Ísland - Hvíta-Rússland
Mánudagur 27.09
Kl. 18.00 - Ísland - Litháen
Úrslitaleikur í C-flokki á milli tveggja efstu liðanna fer fram þriðjudaginn 28. september.Þetta er í fyrsta skipti sem keppt er í C-flokki Evrópumótsins og kemur þessi breyting til vegna fjölgunar aðildarþjóða Evrópska krullusambandsins, ECF, á undanförnum árum. Íslendingar kepptu í B-flokki Evrópumótsins 2009 og enduðu þar í 16. sæti af 20.
Fjórtán efstu þjóðirnar fengu áframhaldandi keppnisrétt í B-flokki en hinar færðust niður í C-flokk þar sem einnig bætast við nýjar þátttökuþjóðir. Tvö efstu sætin í C-flokki gefa keppnisrétt í B-flokki, en sú keppni fer fram í Champery í Sviss í byrjun desember.