Einnig verður lögð fram tillaga um að félagið sjái um gerð og rekstur ganganna eða verði hluthafi í nýju félagi um verkefnið. Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á hluthafafundinum. Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit taki þátt í ofangreindri hlutfjáraukningu að því marki sem um kann að semjast milli viðkomandi sveitarfélaga um það efni.