Lagt til að hlutafé í Greiðri leið verði aukið um 100 milljónir

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar, var gerð grein fyrir kynningarfundi um málefni Vaðlaheiðarganga, sem Greið leið ehf. og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið héldu nýlega. Þar kom m.a. fram að á næstunni muni hluthafafundur verða boðaður í Greiðri leið, þar sem lögð verður fram tillaga um hlutafjáraukningu í félaginu upp á um 100 milljónir króna.  

Einnig verður lögð fram tillaga um að félagið sjái um gerð og rekstur ganganna eða verði hluthafi í nýju félagi um verkefnið. Sveitarstjórn samþykkti að veita sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á hluthafafundinum. Sveitarstjórn samþykkti að Hörgársveit taki þátt í ofangreindri hlutfjáraukningu að því marki sem um kann að semjast milli viðkomandi sveitarfélaga um það efni.

Nýjast