L-listinn vill breytingar í stjórn Norðurorku

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar samþykkti á síðasta fundi ráðsins, tillögu frá frá fulltrúum L-listans, um að óska eftir því að stjórn Norðurorku hf boði til hluthafafundar. Ástæðan er breytingar í stjórn Norðurorku hf vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. L-listinn, sem er með meirihluta í bæjarstjórn, á ekki fulltrúa í stjórn Norðurorku en Akureyrarbær á um 98% hlut í fyrirtækinu.  

Þá hefur Ásgeir Magnússon formaður stjórnar fyrirtækisins verið ráðinn sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Aðrir í stjórn Norðurorku eru; Bjarni Jónasson varaformaður, Kristín Sigfúsdóttir ritari og Hákon Hákonarson og Anna Þóra Baldursdóttir meðstjórnendur. Í varastjórn eru; Hermann Jón Tómasson, Sigurður Hermannsson, Baldvin Esra Einarsson, Gerður Jónsdóttir og Birgir Björn Svavarsson.

Nýjast