KvikYndi sýnir myndina “Finndu upp land fyrir mig”

KvikYndi - Kvikmyndaklúbbur Akureyrar, sýnir myndina Invente-Moi un Pays eða Finndu upp land fyrir mig, í Rósenborg í kvöld kl. 19.35.  Myndin er frá  árinu 2005 og er 58 mínútur að lengd. Það er franska kvikmyndakonan Catalina Villar sem gerði þessa mynd en í henni sjást börn sem hafa stöðu flóttamanna í Frakklandi búa til sínar eigin stuttmyndir.  

Þau fá þannig tækifæri til að vinna með minningar sínar og einnig spinnast upp samræður um margvísleg efni á borð við kynþáttafordóma og trúarbrögð. Sýningin fer að venju fram á efstu hæð í Rósenborg. Í kjölfar sýningarinnar verður opinn félagafundur

Nýjast