Kristján Jóhannsson á tónleikum á Akureyri með Sinfóníunni

Þriðjudaginn 4. nóvember nk. mun Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tónleika í íþróttahúsi Síðuskóla og eingöngvari verður enginn annar en Kristján Jóhannsson. Stjórnandi á tónleikunum, sem hefjast kl. 20.00, verður Petri Sakari.  

Búist er við miklum fjölda gesta og þess vegna verða tónleikarnir í íþróttahúsi Síðuskóla. Aðgangseyri á tónleikana verður mjög stillt í hóf eða 1.000 kr. miðinn. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Akureyrarstofu, segir á vef bæjarins.

Nýjast