Kosið verður um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum á fundi sínum í gær, að kjördagur um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Akureyrarkaupstaðar og Grímseyjarhrepps verði laugardaginn 25. apríl  2009, samhliða kosningum til Alþingis. Kynning á málefnaskrá fyrir nýtt sveitarfélag verður í höndum samstarfsnefndar.  

Gert er ráð fyrir því að sameiningin taki gildi 1. júní 2009 og að bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar fari með stjórn hins sameinaða sveitarfélags fram að almennum sveitarstjórnarkosningum vorið 2010.

Nýjast