Konrad Tota þjálfar meistaraflokka Þórs

Körfuknattleiksdeild Þórs gekk í gær frá ráðningu Konrads Tota sem þjálfara beggja meistaraflokka Þórs í körfuknattleik auk þess sem hann mun leika með karlaliðinu. Sigurður Grétar Sigurðsson verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

Þá mun Ólafur Torfason snúa á heimaslóðir og leika með Þórsurum í 1. deildinni í vetur auk Bandaríkjamannsins Wesley Hsu.

Nýjast