Kona dæmd fyrir fjárdrátt

Kona hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára fyrir fjárdrátt. Konan var ákærð fyrir fjárdrátt, með því að hafa á tímabilinu frá nóvember 2008 til desember 2009, þegar hún gegndi stöðu gjaldkera Leikfélags Dalvíkur, dregið sér 1.669.653 krónur út af reikningi félagsins, sem hún síðan notaði til eigin neyslu.  

Konan játaði brot sín án undandráttar þegar við lögreglurannsókn málsins og endurgreiddi umrædda fjárhæð að fullu hinn 10. mars sl.  Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

Nýjast