Pétur segir að vaninn sé sá að einhver bætist við nú í vetur og jafnframt muni nokkur skip afboða komu sína. "Þetta eru vanalega svona 2-4 skip sem afboða sig og önnur sem bætast við," segir hann. Hann segir alls ekki augljóst nú að skemmtiferðaskipin muni afboða komu sína í stórum stíl og alls ekki hafi borið á því undanfarið þótt Ísland og þrengingar þess hafi verið í sviðsljósinu.
Pétur segir að menn verði bara að bíða og sjá, en útlit sé fyrir að þessi 57 skip muni koma næsta sumar og að gera megi ráð fyrir 25-30% aukningu farþega milli ára. "Við höldum okkur við það þar til annað kemur í ljós," segir Pétur.