27. nóvember, 2010 - 23:32
Kjörsókn á Akureyri í kosningum til stjórnlagaþings í dag, náði ekki 30%. Alls kusu 3.513 á Akureyri og þar af 343
utankjörfundar, sem þýðir 29,31% kjörsókn. Þetta er mun minni kjörsókn en í kosningunum um Icesace fyrr á árinu en
þá var kjörsókn á Akureyri rúm 52%.
Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyri sagði að kosningarnar hefðu gengið mjög vel, enda hefðu allir komið
undirbúnir á kjörstað. Hún sagði að kosningaþátttakan hefði samt mátt vera meiri. Sem fyrr segir kusu 3.513 á Akureyri og
þar af kusu 54 í Hrísey og 23 í Grímsey.