Bæjarstjórn hefur samþykkt að senda í auglýsingu skipulag í suðurhluta miðbæjarins þar sem setja á upp bensínstöð (Hafnarstræti 80) og nýja skyndibitastað fyrir Kentucky Fried Chicken, KFC (Hafnarstræti 78) með bílalúgu.
Þetta hefur í för með sér talsverða breytingu á svæðinu en samkvæmt tillögum eiga að vera ströng skilyrði um að nýjar byggingar verði í sama stíl og byggðin sem þarna er fyrir en jafnframt hefur nýtingarhlutfall á lóðunum verið fært niður til þess að þær skyggi ekki á húsið sem eru þarna fyrir. Andrea Hjálmsdóttir bókaði fyrir hönd Vinstri grænna mótmæli við skipulagið en hún telur að ótækt sé að setja alþjóðlega skyndibitakeðju með tilheyrandi auglýsingaskiltum og bensínstöð á þennan viðkvæma stað. Flestir bæjarfulltrúar eru sammála því að varlega þurfi að fara á þessu svæði en telja að tillagan taki tillit til umhverfisins og að óhætt sé að senda hana í auglýsingu. Sjá umræður í bæjarstjórn með því að smella HÉR og fara síðan á lið 5 í dagskránni.