Fimmtudaginn 5. ágúst nk. kl 17:00 verða haldnar kappreiðar á
Hringsholtsvelli í Svarfaðardal við Dalvík. Þar verður keppt í 100 m skeiði fljúgandi start, 250 m brokk, stökk og skeið úr
startbásum, með rafrænni tímatöku. Vegleg peningaverðlaun verða fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein og að auki fá
sigurvegarar glæsilegan ferðakistil framleiddan af Prómens Dalvík.