Um 60 keppendur voru mættir til leiks er Bílaklúbbur Akureyrar hélt lokaumferðina á Íslandsmótinu í sandspyrnu sl. laugardag í Hrafnagili. Keppt var í ellefu flokkum og voru keppendur BA sigursælir. Í flokki vélsleða sigraði Stefán Þengilsson BA, í unglingaflokki var það Kristófer Daníelsson BA sem sigraði og í flokki mótorhjóla var það Björn Ómar Sigurðarson KKA sem bar sigur úr býtum.
Í Alt flokki sigraði Kristján Skjóldal BA en hann sigraði einnig í opnum flokki. Í flokki fólksbíla sigraði Brynjar Kristjánsson BA en Björgvin Ólafsson BA sigraði í flokki útbúinna fólksbíla. Í Alt opnum flokki sigraði Ásmundur Stefánsson BA og í flokki sérsmíðaðra ökutækja sigraði Grétar Franksson KK. Í jeppaflokki sigraði Stefán Bjarnhéðinsson BA en í flokki útbúinna jeppa sigraði Magnús Bergsson BA.